Entertainment

X Factor stjarna syrgir unnustu sína – Lést snemma morguns á brúðkaupsdaginnSöngvarinn Tom Mann, sem sló í gegn í X Factor árið 2014 með strákasveitinni Stereo Kicks, syrgir unnustu sína, Danielle Hampson.

Hann greinir frá andláti hennar í færslu á Instagram og segir að hún lést að morgni laugardagsins 18. júní – sem átti að vera brúðkaupsdagur þeirra.

Danielle var 34 ára framkvæmdarstjóri hjá almannatengslafyrirtæki. Hún lætur eftir sig son þeirra, átta mánaða gamla Bowie.

Tom birti mynd af Danielle og Bowie á Instagram og minntist hennar í hjartnæmri færslu.

„Ég trúi ekki að ég sé að skrifa þessi orð en elskan mín Dani – besti vinur minn, mitt allt og meira, ástin í lífi mínu – lést snemma morguns laugardaginn 18. júní. Dagur sem átti að vera hamingjusamasti dagur lífs okkar endaði í hræðilegri ástarsorg. Mér finnst eins og ég hef grátið heilu hafi af tárum. Við komumst ekki upp að altarinu og fengum ekki að segja heitin okkar, eða dansa fyrsta dansinn, en ég veit þú vissir að þú varst öll veröld mín og það besta sem hefur gerst fyrir mig, Danielle. Ég mun alltaf vera með þennan hring sem merki um óskilyrðislausu ást mína til þín.“

Tom sagðist vera gjörsamlega niðurbrotinn að reyna að meðtaka þetta og finna út hver næstu skref eru. „Eina sem ég veit er að ég þarf að vera sterkur fyrir son okkar,“ sagði hann.

„Ég lofa að ég mun gera allt til að ala Bowie upp eins og við töluðum um. Ég lofa að hann mun vita hversu ótrúleg mamma hans var. Ég lofa að gera þig stolta.“

Þú getur lesið færsluna í heild sinni hér að neðan.

Fjöldi fólks skrifaði við færsluna og vottuðu Tom samúð. Söngvarinn Lewis Capaldi skrifaði: „Elska þig bróðir.“ Söngkonan Ellie Goulding skrifaði: „Ég er að hugsa til þín, þú ert svo sterkur. Verð alltaf til staðar fyrir þig. Elska þig.“

„Hugsa til þín vinur og sendi þér og fjölskyldu þinni styrk,“ sagði X Factor stjarnan James Arthur.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.