Entertainment

Will Smith og Chris Rock sagðir búnir að sættast – „Þetta er búið, ég get staðfest það”Um fátt annað er rætt á samfélagsmiðlum núna en uppákomu sem átti sér stað á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt þegar leikarinn Will Smith rak grínistanum Chris Rock kinnhest í beinni útsendingu.

Chris Rock, sem hafði stigið á sviðið, skaut skotum að eiginkonu Will í brandara. Brandarinn fjallaði um þá staðreynd að Jada Pinkett Smith er sköllótt, en hún hefur snoðað sig undanfarin ár vegna þess að hún glímir við blettaskalla.

Á upptökum má sjá að Will Smith hlær fyrst að brandaranum. Það gerir Jada hins vegar ekki heldur kemur smá á hana og hún ranghvolfir augunum.

Í beinu framhaldi rauk Will svo upp á sviðið, rak Chris Rock kinnhest, og skipaði Chris svo að halda eiginkonu hans utan við grín sitt.

Rapparinn Sean „Diddy“ Combs heldur því fram að Chris og Will séu nú búnir að útkljá málið og sé ekkert illt á milli þeirra.

„Það er ekkert vandamál lengur. Þetta er búið, ég get staðfest það,“ sagði Diddy í samtali við Page Six.

„Það er bara ást. Þeir eru bræður.“

Page Six hafa heimildir fyrir því að í kjölfar verðlaunaafhendingarinnar í gærkvöldi hafi Chris og Will ákveðið að útkljá deiluna.

Will vann til Óskarsverðlaunanna fyrir besta leikinn skömmu eftir kinnhestinn og í ræðu sinni bað hann alla afsökunar á framferði sínu – alla nema Chris það er að segja. Sagði Will að stundum gerðu menn furðulega hluti í nafni ástarinnar.

Eftir Óskarinn var svo eftirpartý þar sem Will dansaði fram á rauða nótt og virtist atvikið ekki hafa komið í veg fyrir að hann gæti fagnað verðlaununum.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.