Entertainment

Viðurkennir að hún man lítið eftir því að hafa verið í „Friends“Courteney Cox viðurkennir að hún man lítið eftir tökum fyrir vinsælu sjónvarpsþættina „Friends.“

Leikkonan, sem er 57 ára, ræddi við Willie Geist í þættinum „Today“ á dögunum. Í viðtalinu sagðist hún hafa áttað sig á því að minni hennar væri gloppótt þegar hún og meðleikarar hennar komu fram í „Friends: The Reunion“ í maí 2021.

„Ég hefði átt að horfa á allar tíu þáttaraðirnar fyrst, því þegar ég kom fram í endurkomuþættinum og var spurð spurninga, þá var ég alveg: „Ég man ekki eftir að hafa verið þarna,““ sagði hún hlæjandi.

„Já, ég man ekki eftir að hafa tekið upp það marga þætti. Ég sé stundum Friends í sjónvarpinu og hugsa: „Guð minn góður, ég man alls ekki eftir þessu.“ En þetta er mjög fyndið.“

Leikkonan sagðist vera með lélegt minni. „Ég man ekki eftir neinu áfalli í æsku, ég er með kannski þrjár minningar. Ég veit ekki, ég veit ekki af hverju,“ sagði hún og bætti við að henni þætti leiðinlegt að muna lítið eftir tíma sínum í Friends.

„Ég er frekar svekkt að við tókum ekki fleiri myndir, því ég hef ekki margt til að horfa til baka.“

Það er þó ein minning sem situr föst í henni, þegar leikstjóri Friends, James „Jim“ Burrows, fór með alla sex aðalleikarana í ferð til Las Vegas stuttu áður en fyrsti þátturinn fór í loftið.

„Hann gaf okkur öllum 500 dollara og sagði: „Ég vil að þið munið eftir þessu augnabliki því þetta er í síðasta skipti sem þið getið gengið saman í gegnum spilavíti.“ […] Og það var rétt hjá honum, við gátum aldrei gert það aftur […] Við vorum ekki Bítlarnir en fólki leið eins og það þekkti okkur.“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close