Entertainment

Þórunn Antonía segir Bubba „tala með rassgatinu“ – Svarar honum með mynd úr heita pottinum


Tónlistarkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir gefur lítið fyrir athugasemd Bubba Morthens um að listræna hæfileika „sé ekki að finna í rassinum“ og birtir aðra mynd af sér léttklæddri á Instagram.

Í síðustu viku birti söngkonan mynd af sér njóta augnabliksins í heitum potti.

Fréttablaðið greindi frá því að hún hefði „sýnt á sér beran bossann“ og seinna sama dag skrifaði Bubbi færslu á Twitter um að listræna hæfileika væri ekki að finna í rassinum „þó svo þessum líkamspart sé flíkað hvað mest þessa dagana.“

„Í heiminum er stríð, hlýnun jarðar og brennandi málefni en að ég sé í sundfötum í heitum potti er helst í fréttum,“ segir Þórunn Antonía og deilir skjáskoti af frétt Fréttablaðsins.

„Svo þarf að sjálfsögðu maðurinn – sem virðist hafa fátt annað við tímann sinn að gera en að gera lítið úr mér – að leggja orð í belg,“ segir hún og vísar í Twitter-færslu Bubba um að listrænir hæfileikar eru ekki og hafa aldrei verið uppgötvaðir í rassinum.

Bubbi nefndi Þórunni Antoníu ekki á nafn en söngkonan tók þessu sem gagnrýni á hana og mynd hennar. Hún svaraði með því að birta af sér aðra mynd á bossanum „like a boss“.

„Listrænir hæfileikar stoppa hins vegar ekki þennan flotta mann að tala með rassgatinu,“ sagði hún. „Ég blokkaði hann fyrir mörgum árum og óska honum bata. Ég fékk [færsluna hans senda] frá góðri konu, hegðun manna segir allt um þá. Ætla að fara í heita pottinn og fá smá sól á bossann minn og reyna að læra að tala með honum eins og flotti kallinn kann.“

Söngkonan grínaðist með að gefa út plötu með heitinu Aftansöngur. Skjáskot/Instagram

Forsaga málsins

Lengi hefur köldu andað á milli Þórunnar Antoníu og Bubba. Söngkonan steig fyrst fram árið 2016 og sakaði hann um að hafa lagt sig í einelti þegar þau voru bæði dómarar í sjónvarpsþáttunum Ísland Got Talent.

Sjá einnig: Þórunn Antonía hjólar í Bubba: „Stál og hnífur er merki þitt. Ást og blíða mitt“

Í febrúar opnaði hún sig aftur um þetta í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur og sagði söngvarann hafa niðurlægt sig margsinnis við tökur þáttanna. Hún sagði að hann hefði kallað hana óhæfa móður og farið fram á að hún yrði rekin úr þáttunum þegar hún varð ólétt af sínu fyrsta barni.

„Það var bara endalaust af svona augnablikum sem voru svo taktlaus, yfir strikið og óþægileg,“ sagði hún.

Sjá einnig: Þórunn Antonía segir Bubba hafa niðurlægt sig – „Ég var að berjast við tárin“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.