Entertainment

Simmi Vill kemur Chris Rock til varnar – „Þessi brandari var nú bara ok“Mál málanna í gær var án efa löðrungurinn sem leikarinn Will Smith veitti grínistanum Chris Rock uppi á sviði á Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni útsendingu. Fyrir þá fáu sem vita ekki ennþá um hvað málið snýst þá hafði Rock gert grín að hárinu á Jada Pinkett Smith, leikkonu og eiginkonu Will Smith. Jada er með sjúkdóminn Alopecia sem veldur hárlosi og því var henni ekki skemmt þegar Rock gerði grín að hári hennar.

Will Smith hefur nú beðist afsökunnar á löðrungnum en það gerði hann í færslum sem hann birti á samfélagsmiðlasíðum sínum. „Grín á minn kostnað er hluti af starfinu en grín um sjúkdóm Jada var meira en ég þoldi og ég brást við af mikilli tilfinningasemi,“ skrifaði Smith meðal annars í færslunni. Nánar má lesa um afsökunarbeiðnina í fréttinni sem er í hlekknum hér fyrir neðan.

Lesa meira: Will Smith biður Chris Rock afsökunar á löðrungnum – „Ég fór yfir strikið“

Mikil umræða spratt upp um atvikið í gær og hefur umræðan náð að teygja sig yfir í daginn í dag. Enn ræðir fólk mikið um það á helstu samfélagsmiðlum heims og erum við Íslendingar engin undantekning þar.

Sigmar Vilhjálmsson, veitinga- og athafnamaðurinn sem oftast er kallaður Simmi Vill, er einn af þeim Íslendingum sem hefur tjáð sig um löðrunginn. „Blað, skæri, steinn. Will Smith notaði paper á Rock, það vinnur. Tapaði samt ærunni og áliti margra. Ofbeldi er aldrei réttlætanlegt og fólk sem tekur ekki gríni er alveg skelfilegt fólk,“ sagði Simmi í færslu um atvikið sem hann birti á Twitter-síðu sinni í gær.

Segir brandarann vera „bara ok“

Í athugasemdunum við færsluna var Simmi gagnrýndur af nokkrum netverjum fyrir sitt innlegg í umræðuna. „Er andlegt ofbeldi eitthvað skárra en líkamlegt? Að gera grín að heilsufari fólks er ósmekklegt í besta falli,“ sagði til að mynda kona nokkur í athugasemd við færsluna í gær.

„Við skulum nú ekki þynna alvarleika andlegs ofbeldis, er ekki það sama að gert sé grín að þér í einangrað skipti. Sammála með að alvarlega heilsufarsbresti, en hún er með Alopecia. og henni var líkt við G.I. Jane sem er nú ekki dónalegt, þannig að þessi brandari var nú bara ok,“ segir Simmi í dag í svari við athugasemd konunnar.

Konan svarar svari Simma og bendir á að ólíkt G.I. Jane þá hefur Jada ekki val um hármissinn. „Hár svartra kvenna er einnig mjög viðkvæmt og pólitískt í Bandaríkjunum, mál sem Chris Rock gerði heimildamynd um og ætti því að þekkja það hversu viðkvæmt það er að gera grín að. Jada hefur líklega upplifað þetta sem ofbeldi,“ segir hún svo.

Önnur kona segir í athugasemdunum við færslu Simma að fólk sem gerir grín að sjúkdómum eða fötlun annarra sé einnig skelfilegt fólk. Simmi svarar þeirri athugasemd einnig: „Sjúkdómi? hún er með Alopecia. Þetta er hárlos. Milljónir manna missa hárið, milljónir kvenna eftir barnsburð missa hárið. Þetta er ekki lífshættulegt. Þó að það sé ekki gaman. Og henni var líkt við G.I. Jane. sem er nú ekki dónalegt. Eða hvað?“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.