Entertainment

„Seinasta leyndarmáli” Marilyn Monroe ljóstrað upp í nýrri heimildarmynd


Ný heimildarmynd er væntanleg um stórstjörnuna Marilyn Monroe, en myndin kallast „Marilyn, seinasta leyndarmál hennar“ (e. Marilyn, Her Final Secret). Þar er tekið fyrir faðerni leikkonunnar, sem hefur hingað til verið á huldu þó svo að óstaðfestar sögusagnir hafi lengi gengið. Marilyn sjálf reyndi á tímum að komast að því hver væri faðir hennar, en bar ekki erindi sem erfiði.

Nú greinir Variety frá því að tökum og eftirvinnslu á myndinni sé lokið. Aðstandendum myndarinnar hafi tekist að komast yfir hár úr höfði stórstjörnunnar, frá manninum sem undirbjó jarðneskar leyfar hennar fyrir greftrun. Með hárinu var þá hægt að gera erfðafræðilega rannsókn og bera það saman við munnvatn úr barnabarni þess manns, sem löngum hefur verið talinn faðir Marilyn. Sá hét Charles Stanley Gifford.

Leikstjóri myndarinnar, Francois Pomés, hefur staðfest að framleiðsluteyminu hafi tekist að afhjúpa þetta gamla „fjölskylduleyndarmál“.

„Það sem hreyfði mest við mér var að sjá viðbrögð afkomenda Giffords sem voru yfir sig ánægðir með þessar óhrekjandi sannanir.“

Þetta er ekki eina myndin um Marilyn sem er væntanleg. En Netflix er að framleiða heimildamyndina: Leyndardómur Marilyn Monroe og óheyrða upptakan (e. The Mistery of Marilyn MonroeThe Unheard Tape). 

Í þeirri mynd verður að finna viðtöl við aðila sem voru í „innri hring“ leikkonunnar sem aldrei hafa verið birt áður og varpa ljósi á líf Marilyn bak við luktar dyr og í aðdraganda að andláti hennar þann 4. ágúst árið 1962. Myndin mun einnig leitast eftir því að varpa ljósi á þá dulúð sem hefur hulið dánardag hennar og valdið þess að fjöldi samsæriskenninga hefur gengið í gegnum tíðina. Meðal annars kenningar um aðkomu mafíunnar og John F. Kennedy Bandaríkjaforseta.

 

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close