Entertainment

Ricky Gervais lætur Óskarinn fá það óþvegið – Gjafapoki stjarnanna næstum þrefalt verðmætari en meðalárslaun landsmannaBreski grínistinn Ricky Gervais hefur aldrei farið leynt með tilfinningar sínar gagnvart Óskarsverðlaununum og hefur oft áður opinberlega gagnrýnt hátíðina. Hann gerði það á ný á Twitter á dögunum og tók fyrir verðmæti gjafapokanna í ár, en á hverju ári fá stjörnurnar, sem eru tilnefndar til verðlauna, rándýra gjafapoka.

Í ár var gjafapokinn að verðmæti rúmlega 18 milljóna íslenskra króna, eða um 140 þúsund dollara. Ricky gagnrýndi Akademíuna fyrir að flagga misskiptingu auðs í heiminum svona blygðunarlaust. Samkvæmt BLS voru meðalárslaun Bandaríkjamanna 6,6 milljónir króna árið 2021, gjafapokinn er því næstum þrefalt verðmætari en það sem Bandaríkjamaður fékk í laun að meðaltali í fyrra.

Þeir sem fengu 25 topp tilnefningarnar og kynnir hátíðarinnar fá þennan gjafapoka sem er kallaður „Allir vinna“ gjafapokinn. Hann tengist ekki Óskarsverðlaunahátíðinni beint heldur sér afþreyingar- og markaðsfyrirtækið Distinctive Assets um pokana og hefur gert það undanfarna tvo áratugi.

Samkvæmt NBC þá innihélt gjafapokinn í ár þriggja daga dvöl í kastala í Skotlandi, fjögurra daga dvöl á lúxus hvíldar- og baðstað í Kaliforníu, litla lóð í Skotlandi svo handhafar geta látið titla sig sem lávarð eða lafði (e. Lord/Lady), gjafabréf í fitusog, tíma í lífsstílsþjálfun, ýmsar fegrunaraðgerðir að andvirði 1,3 milljónir króna, bragðbætt poppkorn og fleira.

Breski grínistinn sagði að ef hann hefði verið kynnir hátíðarinnar í ár hefði hann byrjað á því að segja: „Halló. Ég vona að þessi hátíð komi venjulega fólkinu sem er að horfa á heima í gott skap. Ef þú ert til dæmis atvinnulaus, þá vonandi líður þér betur að vita að þó þú værir með vinnu þá myndu launin þín örugglega ekki vera jafn há og verðmæti gjafapokanna sem allir leikararnir voru að fá,“ sagði hann og bætti við.

„Ég er stoltur að tilkynna að þetta er fjölbreyttasta Óskarsverðlaunahátíðin til þessa. Þegar ég horfi út í salinn sé ég alls konar fólk, úr öllum samfélagshópum. Nema fátækt fólk, augljóslega. Þau mega fokka sér.“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close