Entertainment

Öryggismyndavélin kom óvart upp um framhjáhaldið – Mætti brjálaður aftur og reyndi að brjótast inn


Kona deilir ógnvekjandi myndbandi af karlmanni reyna að brjótast inn heima hjá henni eftir að hún sagði kærustu hans frá því að þau hefðu farið á stefnumót.

Briony Tallis deildi nokkrum myndböndum á TikTok úr öryggismyndavélinni fyrir framan heimili hennar. Þetta byrjaði á því að móðir Briony kynnti hana fyrir manninum og skipulagði svokallað „blint stefnumót“ (e. blind date).

Eftir stefnumótið fylgdi hann henni upp að dyrum og segir Briony að það hefði verið smá „vandræðalegt“ þegar þau kvöddust, þannig hún ákvað að horfa á myndbandið úr öryggismyndavélinni en komst óvart að því í leiðinni að maðurinn ætti nú þegar kærustu.

@brionytallis_ if ur bf goes by justin, lives in oc, and drives a white honda, i have news for u😭#SmellLikeIrishSpring #OscarsAtHome #WomenOwnedBusiness #InstaxChallenge ♬ use this if youre gay – alex👨🏻‍❤️‍💋‍👨🏻

Maðurinn sótti hana fyrir stefnumótið og var í símanum að tala við einhvern á meðan hann gekk upp að dyrunum og náði öryggismyndavélin endalokum samtalsins. „Ég sé þig seinna, ég lofa, en ég þarf að borða með foreldrum mínum fyrst. Ókei, ókei, bæ elskan. Ég elska þig,“ heyrðist hann segja.

Briony ákvað að finna kærustu mannsins og segja henni sannleikann. Maðurinn komst að því og mætti stuttu seinna brjálaður heim til hennar.

Öryggismyndavélin náði öllu og má sjá manninn banka fast á hurðina og krefjast þess að hún opni hana. Briony talar við manninn í gegnum öryggisbúnaðinn og segist ekki vera heima en hann verður bara ágengari og reiðari.

„Ég skil þetta ekki, ég hreinlega skil ekki af hverju þú þurftir að segja kærustunni minni frá þessu,“ segir hann.

Hann stekkur síðan á hurðina og reynir að leita að aukalykli í íbúðina. „Ég veit þú ert þarna inni, það hlýtur að vera lykill hérna einhvers staðar,“ segir hann.

Maðurinn fór ekki fyrr en Briony sagðist ætla að hringja á lögregluna.

@brionytallis_ Reply to @vfitmia his gf is caught up and we are friends now😚 #WhenWomenWin #DidYouKnow #Oscars ♬ The Time is Coming – Aery Yormany

Briony deildi myndböndunum á TikTok sem hafa vakið gríðarlega athygli. Netverjar eru margir hverjir í áfalli yfir ógnvekjandi hegðun mannsins.

@brionytallis_ Reply to @gabbynippard GOOSEBUMPS #GameTok #MarchMadness #Crazy ♬ Crazy – Patsy Cline

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close