Entertainment

Nicolas Cage staðfestir loksins villtan orðróm í fyrsta spjallþættinum í 14 árSnákur með tvö höfuð, að stunda fjárhættuspil fyrir munaðarleysingja, nektar hellaskoðun og látbragðsleikara eltihrellir eru nokkrar af furðulegu flökkusögunum sem hafa gengið mannanna á milli um Nicolas Cage undanfarna áratugi.

Leikarinn var gestur í spjallþætti Jimmy Kimmel á dögunum. Hann kom síðast fram í spjallþætti árið 2008, það er því ansi langt síðan einhver hefur haft tækifæri til að spyrja hann út í þessar sögur.

Nicolas var í þættinum til að kynna nýju myndina sína, „Unbearable Weight of Massive Talent“, sem kom út í dag.

Jimmy Kimmel spurði hann út í söguna um að leikarinn hefði gengið inn á spilavíti með 26 þúsund krónur en gengið út með 2,6 milljónir. Nicolas staðfesti orðróminn og sagði að hann hefði farið á næsta munaðarleysingjaheimili og skellt seðlunum á borð skólameistarans og farið.

Önnur villt flökkusaga sem hefur lengi verið á kreiki um leikarann er að hann eigi snák með tvö höfuð.

„Ég gerði það, og það er skrýtið,“ sagði hann.

Hann sagði frá því hvernig hann kom til með að eignast snákinn og að hann hefði endað með að gefa dýragarði snákinn þar sem hann lifði í fjórtán ár.

Nicolas staðfesti, eða hrakkti, fleiri flökkusögur, eins og hvort hann hefði keypt helli til að geta farið nakinn í hellaskoðun og hvort tveir látbragðsleikarar hefðu beitt hann umsáturseinelti.

Horfðu á viðtalið hér að neðan.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.