Entertainment

Matur&heimili: Sjöfn bregður sér í sumarbústað


Þátturinn Matur&heimili er á dagskrá Hringbrautar í  kvöld kl. 19 og aftur kl. 21.

Þátturinn ber með sér að nú er vor í lofti því Sjöfn Þórðar, umsjónarmaður þáttarins, bregður sér í sveitina og heimsækir Þórunni Högna stílista í sumarbústaðinn hennar sem hún er búin að gera að sínum. Þórunn er mikill fagurkeri og einstaklega útsjónarsöm þegar kemur að því að gefa gömlu hlutum nýtt líf og ber sumarbústaðurinn hennar þess vel merki. Auk þess er hún búin að setja sumarbústaðinn í páskabúninginn.

Síðan fer Sjöfn í heimsókn til Katrínar Halldóru Sigurðardóttur söng- og leikkonu sem stendur í ströngu þessa dagana. Katrín verður til að mynda með stórtónleika í Eldborgarsalnum á sunnudaginn þar sem hún mun syngja lög Jóns Múla við texta bróður hans Jónasar Árnasonar af plötu sem hún gaf út í fyrra. Katrín gaf sér þó tíma til að bjóða Sjöfn í heimsókn þar sem hún leyfir henni að fá innsýn í heimilisstíl sinn. Katrín flettir líka ofan af fleiri listrænum hæfileikum enda hefur hún unnið við alls konar störf áður enn hún hóf leiklistarferilinn.

Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að neðan:

Matur og heimili - 5 april 2022 stikla

Matur og heimili – 5 april 2022 stikla

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close