Entertainment

LXS-dívurnar brunnuðu í stelpuferð norður á sérmerktum bílLXS-hópurinn er án nokkurs vafa einn dáðasti vinkvennahópur landsins. Meðlimir hafa á að skipa tugþúsundum fylgjenda og því vekja uppátæki hópsins mikla athygli. Vinkonurnar gerðu sér lítið fyrir um helgina og skelltu sér norður yfir heiði á glæsilegri Chevrolet-kerru sem var merkt með einkanúmerinu LXS.

Sjá einnig: Svona varð vinsælasti vinkonuhópur landsins til

Hópurinn skálaði í freyðivíni á meðan bílferðinni stóð og stoppaði að sjálfsögðu fyrir myndatökur.

 

Förinni var heitið til Sauðárkróks þar sem hópurinn gisti á sveitasetrinu Hofsstöðum auk þess sem snætt var á nýjum veitingastað, Sauðá. Heimamenn tóku vel á móti hópnum og mátti sjá á Instagram-reikningum LXS-meðlima að boðið var uppá sérstaka einkaopnun á skíðasvæði Tindastóls fyrir hópinn.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.