Entertainment

Láta 28 ára aldursmun ekki stoppa sig – Kynntust á YouTube og giftu sig skömmu síðarÞau Sarah Henderson, 26 ára, og Darin, 54 ára, náðu strax vel saman þegar þau kynntust í miðjum heimsfaraldrinum, í október árið 2020. Sarah og Darin kynntust í gegnum YouTube og einungis þremur mánuðum síðar voru þau búin að gifta sig. Daily Star fjallar um þetta ótrúlega ástarsamband þeirra.

Samtal þeirra byrjaði þegar Darin sá athugasemd frá núverandi eiginkonu sinni á myndbandi á YouTube. Hann setti sig í samband við hana og fljótlega urðu þau góðir vinir. Þau segjast hvorugt hafa verið að leita að ástarsambandi á þessum tíma en fljótlega urðu þau aðeins meira en bara vinir.

Þau hittust í fyrsta skipti mánuði eftir að þau kynntust og stuttu síðar voru þau trúlofuð. Það var Sarah sem spurði Darin hvort hann vildi giftast sér, hann sagði já og athöfnina héldu þau þremur mánuðum eftir að Darin sá athugasemdina sem Sarah skrifaði á YouTube.

28 ár eru á milli þeirra í aldri en þau hafa þó litlar áhyggjur af því. „Sumt fólk segir að þetta myndi aldrei virka, að Darin verði gamall og að ég þurfi að hugsa um hann eða að hann deyji og ég verði ein,“ segir Sarah.

„En það getur gerst í hvaða sambandi sem er. Þegar ég er með honum þá hvorki sé ég né finn fyrir neinum aldursmuni. Ég sé bara einhvern sem er með sömu gildi og sama tilgang og ég. Ég er glöð að fá að vera með einhverjum sem vill sömu hluti og ég. Framtíðin okkar er björt.“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.