Entertainment

Lady Gaga lofuð fyrir hvernig hún hjálpaði Lizu Minnelli á ÓskarnumTónlistar- og leikkonan Lady Gaga og stórstjarnan Liza Minnelli kynntu saman bestu kvikmyndina á Óskarsverðlaunahátíðinni síðasta sunnudagskvöld. Lady Gaga hefur hlotið allsherjar lof fyrir hvernig hún brást við aðstæðum og hjálpaði Lizu Minnelli á sviðinu.

Liza Minnelli, sem er óhætt að segja sé goð í leiklista- og tónlistabransanum, hefur unnið Emmy-, Grammy-, Óskars- og Tony-verðlaun á sínum langa og glæsta ferli. Hún hefur glímt við ýmis heilsufarsvandamál í árabil og var í hjólastól á Óskarnum.

Lady Gaga leyfði henni að eiga sitt augnablik þegar þær komu á sviðið. Þegar kom að því að kynna átti Liza erfitt með að lesa af kortunum og hjálpaði söngkonan henni.

Þegar myndavélin fjaraði út frá þeim mátti heyra falleg orðaskipti þeirra á milli. Lady Gaga sagði lágt: „Ég passa upp á þig“ eða „I‘ve got you.“ Og Liza svaraði: „Ég veit, takk.“

Netverjar hafa hrósað Lady Gaga hástert og þykir mörgum synd að þetta augnablik hefði ekki vakið meiri athygli en það gerði, en löðrungur Will Smith varpaði skugga á kvöldið.

Sjá einnig: Svona voru viðbrögð gesta Óskarsins við löðrungnum – Grátandi Will Smith baðst afsökunar

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.