Entertainment

„Krípí gaurinn“ í ræktinni gaf henni gjöf – „Af hverju setti hann þetta í ramma?“


Hin bandaríska Mackenzie fer nær daglega á æfingu og hefur mikinn áhuga á líkamsrækt. Hún ver því miklum tíma í ræktinni og virðist virkilega „krípí“ gaur hafa beint sjónum sínum að henni.

Hún birtir myndband á TikTok þar sem hún skrifar: „Þegar „krípí gaurinn“ í ræktinni segist vera með gjöf fyrir þig.“

@liftymcthicc Why did he frame it #justgirlythings ♬ original sound – Matt Zajic

Í gjöfinni voru myndir af henni, ein myndin var bara af augunum hennar og svo setti hann aðra mynd í ramma. Virkilega óhugnanlegt vægast sagt.

Myndbandið hefur fengið yfir 2,5 milljónir í áhorf og fer hún nánar yfir atburði í öðru myndbandi.

„Ég lét afgreiðsluna vita um leið og þetta gerðist, þau sögðust ekki geta sagt upp áskriftinni hans en sögðust ætla að tala við hann og merkja við hann í kerfinu. Það var ekki sagt upp áskriftinni hans fyrr en sonur hans hringdi í afgreiðsluna á líkamsræktarstöðinni,“ segir hún.

„Hann sagði: „Þið verðið að segja upp áskrift pabba míns.“ Ég er ekki viss hvort það sé vegna þess að hann sá þessa mynd af mér á náttborði pabba síns í tvo daga, því það er það sem hann sagði mér að hann hefði gert með myndina,“ segir hún og heldur á innrammaðri mynd af sér sem hún fékk frá manninum.

„Eða hvort hann hefði sagt einhverja aðra hluti sem gerðu son hans áhyggjufullan,“ segir hún.

Mackenzie segir að hún sé ekki hrædd við manninn. „Ég er klárlega þyngri en hann og við erum jafn hávaxin, þannig ég gæti tekið hann út með einu kjaftshöggi,“ segir hún.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close