Entertainment

Kim Kardashian setti allt á hliðina með umdeildum ráðum til kvenna – Nú hefur hún svarað gagnrýninniRaunveruleikastjarnan Kim Kardashian setti allt á hliðina í byrjun mánaðar þegar hún deildi umdeildu ráði til kvenna í viðskiptalífinu í viðtali hjá Variety.

Kim deildi þar „besta ráðinu sem ég hef fyrir konur í viðskiptalífinu.“

En ráðið var eftirfarandi:

„Standið fokking upp og farið að vinna. Það er eins og engan langi til að vinna þessa dagana. Þú verður að umkringja þig fólki sem vill vinna. Passa að vinnuumhverfið sé gott þar sem allir elska það sem þeir eru að gera. Ekki eitrað vinnuumhverfi.“

Þessi „góðu ráð“ settu svo samfélagsmiðla á hliðina og voru netverjar fljótir að benda á að Kim væri í engri stöðu til að segja öðrum konum að rífa sig upp á rassgatinu þar sem ekki allar konur séu þeirra sömu forréttinda njótandi og Kim sem hafi alist upp í ríkri fjölskyldu og fengið mikla forgjöf í lífinu.

Sjá einnig: Ráð Kim Kardashian til kvenna í viðskiptalífinu harðlega gagnrýnd – Fyrrverandi starfsmenn stíga fram

Gagnrýnin var svo hörð að nú hefur Kim séð ástæðu til að svara fyrir sig. Hún kom fram í dag í þættinum Good Morning America og sagði að ummæli hennar hefðu verið slitin úr samhengi.

„Þessi ummæli mín voru birt án spurningarinnar sem ég fékk og þeirri umræðu sem fylgdi. Þetta varð bara bort úr viðtalinu, birt án samhengis.“

Kim segir að myndbrotið sem sýndi áðurnefnd „góðu ráð“ hennar sýni ekki að ummælin féllu eftir að Kim hafði verið spurð út í frægð hennar, en spurningin hafi verið þannig orðuð að Kim var sögð: „fræg fyrir að vera fræg“ en við það hafi Kim orðið pirruð, enda hefur hún starfað í viðskiptalífinu í um tuttugu ár.

„Tónninn minn og framkoma breyttist eftir spurninguna og hélt sér þegar ég var beðin um að deila mínu besta ráði til kvenna.“

„Góðu ráðin“ hennar hafi heldur ekki átt að eiga við allar konur og Kim tekur sérstaklega fram að hún telji ekki að konur séu ekki að leggja nægilega hart að sér.

„Ég veit að þær gera það. Þetta var tekið úr samhengi, en mér þykir það leitt ef þetta var túlkað þannig.“

Kim tók einnig fram að það sé misskilningur að samfélagsmiðla- og raunveruleikastjörnur fái allt upp í hendurnar.

„Að vera á samfélagsmiðlum eða í raunveruleikaþáttum tryggir ekkert að þú verðir frægur á einni nótt, og þú þarft virkilega að leggja hart að þér til að komast þanga, jafnvel þó öðrum virðist að þetta sé auðvelt og jafnvel þó þú getir síðan byggt viðskiptaveldi upp frá samfélagsmiðlum. En ef þér tekst það, þá er það því þú lagðir hart að þér.“

 

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.