Kardashian-Jenner veldið hafði betur gegn Black Chyna í dómsal í gær er kviðdómur dæmdi þeim í hag.
Fyrirsætan Blac Chyna stefndi Kim Kardashian, Khloé Kardashian, Kylie Jenner og Kris Jenner fyrir meiðyrði og fór fram á 140 milljónir dollara í skaðabætur, eða um 18 milljarða króna.
Málið hefur vakið mikla athygli, ekki einungis vegna þess sem hefur átt sér stað í dómsal heldur einnig utan hans. Eins og þegar móðir Blac Chyna, Tokyo Toni, lét Kardashian-Jenner fjölskylduna fá það óþvegið í beinni á samfélagsmiðlum og kallaði þær öllum illum nöfnum. Kylie Jenner gaf skýrslu fyrir dómi í síðustu viku og sagði að Blac Chyna hefði hótað sér og reynt að drepa bróður hennar, Robert Kardashian.
Sjá einnig: Kardashian systur auðsýnilega ósáttar í dómsal vegna athugasemdar um kynlífsmyndband Kim
Kviðdómur komst að þeirri niðurstöðu að Kardashian-Jenner fjölskyldan hafi ekki valdið Blac Chyna skaða með ólögmætum hætti.