Entertainment

Helgi Ómars segir íslenskan áhrifvald beita andlegu ofbeldi í hlaðvarpi – „Loksins sagði einhver eitthvað!“Helgi Ómarsson, ljósmyndari og bloggari, gagnrýnir hlaðvarpsþáttinn Þokuna, sem er í umsjón Þórunnar Ívars og Alexsöndru Bernharð, harðlega á Instagram-síðu sinni í dag. Gagnrýnin kemur í kjölfar umfjöllunar Helga um ofbeldi en hann ræddi mikið um það í ljósi löðrungsins sem leikarinn Will Smith veitti grínistanum Chris Rock á Óskarsverðlaunahátíðinni í gær.

„Þið finnið líka andlegt ofbeldi í íslenskum podcöstum með vinkonu til annarrar vinkonu…“ skrifar Helgi í færslu sem hann birti á Instagram-síðu sinni í dag. Helgi lætur svo fylgja hljóðbrot úr hlaðvarpsþætti Þórunnar og Alexsöndru.

Í hljóðbrotinu má heyra í stjórnendum hlaðvarpsins tala um hreyfingu en Helgi gagnrýnir hvernig Þórunn talar við Alexsöndru í þættinum.

„Þú lítur mjög vel út, ég er ekki að segja það en þú ert síðasta manneskjan sem ég myndi segja að væri í formi. Þú veist, þú ert ekki í formi. Það er engin mótun,“ heyrist Þórunn segja í hljóðbrotinu. „Ég er ekki að reyna að vera leiðinleg bara ég veit að þú hreyfir þig bara „zero“. Af því ég er bara miður mín ef ég kemst ekki á æfingu, ég verð bara að fá útrás,“ bætir hún við.

Þá deilir Helgi öðru hljóðbroti þar sem rætt er um líkamslag og matarræði. „Þetta er ekki einsdæmi,“ segir hann.

„Systir mín er svona eins og þú Alexsandra, hún er svona mjó og hún er alltaf bara svona mjó og svo bara borðar hún og borðar og borðar,“ segir segir gestur þáttarins. „Hún hefur nú ekki alltaf verið svona mjó, hún hefur ekki alltaf verið svona,“ segir Þórunn.

„Loksins sagði einhver eitthvað!“

Helgi birtir þá athugasemdir sem hann hefur fengið frá fólki eftir að hann opnaði á umræðuna um hlaðvarpsþáttinn. „Shit hvað ég er ánægð með þig, það er ógeðslegt að hlusta á þetta,“ segir til að mynda einn netverji í skilaboðum sem Helgi fékk send til sín. „Takk fyrir að benda á þetta! Hrikalegt að hafa hlustað á þessa toxic konu rakka niður „vinkonu“ sína og upphefja sjálfa sig á hennar kostnað við hvert einasta tækifæri alltof lengi,“ segir í öðrum skilaboðum sem Helgi fékk.

„Loksins sagði einhver eitthvað! Ógeðslegt andlegt ofbeldi sem hún er að beita henni aftur og aftur og búið að standa í mörg ár,“ segir svo í enn öðrum skilaboðum.

Helgi segir að lokum að hann þurfi að halda áfram með daginn sinn en hann vill þó bæta einu við í umræðuna. Hann segir að þar sem hann er sjálfur þolandi ofbeldis þá sé samkennd hans gagnvart þolendum stundum yfirþyrmandi.

„Ég berst fyrir réttlæti og berst gegn ofbeldi í öllum myndum, í þessu tilfelli er ég ekki að birta neitt sem er bakvið lokaðar dyr, þetta er inni á hlaðvarpsveitum ykkar allra, svona ofbeldi er í hundruð ef ekki þúsundum vinasamböndum bara hér á landi og er rosalega mannskemmandi,“ segir hann.

„Og aldrei gleyma þessu elsku bestu – þetta eru allt afleiðingar þess sem gerendur kalla til sín, what goes around comes around.“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.