Sports

Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín keppa á Limpopo Championship


Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GKG, og Haraldur Franklín Magnús, GR eru báðir á meðal keppenda á Limpopo Championship sem fram fer á Euphoria golfsvæðinu í Limpopo í Suður-Afríku.

Mótið er hluti af Áskorendamótaröðinni, Challengetour, sem er næst sterkasta mótaröð í karlaflokki í Evrópu. Mótið hefst 31. mars og lokadagurinn er 3. apríl.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á Limpopo Championship.

Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín kepptu báðir í síðustu viku á SDC Open sem fór einnig fram í Limpopo en á Zebula golfsvæðinu.

Haraldur Franklín var einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn á -3 samtals en Guðmundur Ágúst lék á -1 samtals og komst ekki í gegnum niðurskurðinn.

Í fyrra endaði Haraldur Franklín í 48. sæti á stigalistanum og var hársbreidd frá því að komast inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar þar sem að 45 efstu keppendurnir kepptu um 20 efstu sætin sem tryggðu þeim keppnisrétt á sjálfri Evrópumótaröðinni.

Hann lék á alls 19 mótum í fyrra og fékk alls 35,816 stig.

Aðeins tveir kylfingar frá Íslandi hafa komist inn á lokamót Áskorendamótaraðarinnar – Birgir Leifur Hafþórsson og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.

Guðmundur Ágúst endaði í 46. sæti árið 2020.

Birgir Leifur endaði í 35. sæti árið 2017.

Áskorendamótaröðin var sett á laggirnar árið 1989. Frá þeim tíma hafa margir þekktir kylfingar nýtt sér mótaröðina sem stökkpall inn á Evrópumótaröðina – DP Tour. Þar má nefna Thomas Bjørn (1995), Justin Rose (1999), Ian Poulter (1999), Henrik Stenson (2000), Louis Oosthuizen (2003), Tommy Fleetwood (2011) og Brooks Koepka (2013).

The post Guðmundur Ágúst og Haraldur Franklín keppa á Limpopo Championship appeared first on Golfsamband Íslands.Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.