Entertainment

„Geimkallinn” vekur vonir Breta um að Eurovision-þrautagangan sé á endaBretar hafa átt erfitt uppdráttar í Eurovision-söngvakeppninni undanfarin ár. Eða áratug, ef við tölum af hreinskilni. Á síðasta ári urðu þeir þess vafasama heiðurs njótandi að hljóta hreinlega ekki eitt einasta stig, sem þykir nokkuð afrek. Besta frammistaða Bretlands í keppninni undanförnum áratug var þriðja sætið fyrir nákvæmlega 20 árum síðan. Næstbesti var fimmta sætið árið 2009 og svo ellefta sætið árið 2011.

En eftir vonbrigði seinasta árs, þegar hinn ljúfi James Newman hlaut ekki eitt einasta stig með lagi sínu Ember, sjá Bretar fram á bjartari tíma.

Framlag þeirra í ár hefur verið valið og er það TikTok-stjarnan Sam Ryder sem mun flytja lagið Space Man í úrslitakeppninni í ár, en Bretland er eitt af „stóru fimm“ löndunum sem sjálfkrafa fá að flytja framlag sitt á úrslitakvöldinu – líka eins gott þar sem fá framlög þeirra undanfarin ár hefðu komist upp úr undanriðlinum.

Sam Ryder er með 12 milljón fylgjendur á TikTok, sem eru töluverðar vinsældir. Ekki var haldin undankeppni í Bretlandi þetta árið heldur var lagið og flytjandinn sérvalin til að snúa slæmu gengi Breta við.

Sam sagði í viðtali: „Hafandi verið aðdáandi Eurvision síðan ég var smástrákur þá er það mér heiður að hafa fengið tækifærið að syngja á þessum viðburði ásamt mörgum af hæfileikaríkustu skapandi einstaklingum, flytjendum og lagahöfundum í Evrópu. Ég vona að ég nái að syngja af mér höfuðið með þeim hætti að Bretland getur verið stolt, og að fá að flytja þarna lag sem ég samdi með vinum mínum síðasta sumar gerir þetta allt mun dýrmætara.“

Bretar hafa tröllatrú á lagi Sam og líka á honum sjálfum enda sé hann heillandi persóna sem sjáist vel á vinsældum hans á TikTok. Og virðar Bretir ekki vera einir með það þar sem Bretland hefur rokið á ógnarhraða upp í veðbönkum og er nú spáð fimmta sæti í keppninni samkvæmt EurovisionWorld og er þar með spáð betra gengi en hinum angurværa Krystian Ochman frá Póllandi sem syngur fallega lagið River sem ætti að standa sig gífurlega vel í keppninni samkvæmt óhlutlausu mati blaðamanns.

Og hér má sjá lag Póllands til samanburðar og til gleði.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.