Entertainment

Fyrrverandi táningsbrúðurin ekki enn búið að fá afsökunarbeiðni frá Chrissy Teigen – Sagði hán að drepa sig


Fyrrverandi táningsbrúðurin og raunveruleikastjarnan Courtney Stodden segir að hán hefur ekki enn fengið afsökunarbeiðni frá Chrissy Teigen fyrir að leggja hán í einelti og hvetja hán til að fremja sjálfsvíg.

Courtney er kynsegin (e. non-binary) og notar fornöfnin hán (e. they/them).

Courtney varð frægt yfir nóttu þegar hán giftist leikaranum Doug Hutchinson í maí 2011. Þá var hán 16 ára og hann 50 ára. Doug er þekktur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Green Mile. Árið 2017 skildu þau á borði og sæng og í janúar 2020 fengu þau lögskilnað.

Frekar en að fólk reyndi að hjálpa Courtney úr þessu augljóslega furðulega og eitraða sambandi þá var Courtney druslusmánað og gert að athlægi á netinu. Courtney opnaði sig um eineltið í fyrra og sagði margar stjörnur hafa sent sér ljót skilaboð á þessum tíma, meðal annars fyrirsætan Chrissy Teigen.

„Chrissy skrifaði ekki bara færslur um mig á Twitter heldur sendi mér einnig einkaskilaboð og sagði mér að drepa mig. Eins og: „Ég get ekki beðið eftir að þú deyrð,““ sagði hán.

Í kjölfarið kom í ljós að Chrissy stundaði á þessum tíma að leggja ungar stjörnur í einelti, eins og Lindsay Lohan og Farrah Abraham.

Chrissy, sem er gift söngvaranum John Legend, endaði með að biðjast opinberlega afsökunar í langri færslu á Instagram. En Courtney hefur hvorki fengið persónulega afsökunarbeiðni né skilaboð frá Chrissy vegna málsins.

Courtney var í viðtali á dögunum hjá Page Six og greindi frá því að hán hefði aldrei fengið afsökunarbeiðni og Chrissy væri enn með hán „blokkað“ á samfélagsmiðlum.

„Ég vildi óska þess að hún hefði beðið mig afsökunar, eins og hún sagðist hafa gert,“ segir hán.

Chrissy hélt því fram í fyrra að hún hefði reynt að hafa samband við Courtney, en samkvæmt raunveruleikastjörnunni er það ekki satt.

„Ég fékk aldrei neitt,“ segir hán. „Þannig ég get ekki sagt að afsökunarbeiðni hennar hafi hreyft við mér. Ég fékk enga afsökunarbeiðni nema þessa á samfélagsmiðlum. En mér fannst hún vera að biðja alla afsökunar nema mig, þar sem ég gat ekki séð afsökunarbeiðnina því hún var búin að blokka mig.“

Eftirmálar

Eftir að upp komst um hegðun Chrissy hætti hún sem sögumaður fyrir Netflix þættina „Never Have I Haver,“ verslunarkeðjan Macy‘s hætti að selja eldhúsvörur hennar og Bloomingdale‘s rifti samningi við hana.

„Mér finnst eins og það var löngu kominn tími til reyndar,“ segir Courtney um eftirmálana en viðurkennir að það sé erfitt að vita til þess að aðrir séu að fara í gegnum erfiða tíma.

„Stundum hef ég of miklar áhyggjur af öðrum, svo miklar að það gerir mér illt verra, en ég er í sjálfsvinnu og ég veit að ég verðskulda afsökunarbeiðni.“

Courtney og Doug.

Courtney deildi myndinni hér að ofan í fyrra og skrifaði með: „Þegar ég horfi á þessa mynd þá líður mér eins og ég hafi verið misnotað.“

Hán tjáði sig um hjónabandið í byrjun árs 2020 og sagði að hán hafi aðeins verið barn þegar hán giftist Doug. „Ég var ekki einu sinni nógu gamalt til að melta hjónabandið. Heilinn var ekki fullþroskaður,“ sagði hán í hlaðvarpsþættinum Dish With Trish. „Ég var misnotað þegar ég var mjög ungt og hafði enga stjórn á því.“

Sjá einnig: Courtney opnar sig um hjónabandið alræmda – 16 ára og 50 ára: „Ég er enn að reyna að átta mig á því sem gerðist“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close