Entertainment

Frumsýning á nýju tónlistarmyndbandi frá Umbru – Draumkenndur og tímalaus hljóðheimur


Hljómsveitin Umbra var að gefa út lagið „Stóðum tvö úti á túni“ í dag ásamt tónlistarmyndbandi sem DV frumsýnir.

Umbra hefur sett tónlist við eldheitt ástarljóð úr Víglundarsögu „Stóðum tvö úti á túni“ sem er ef til vill fyrsta ástarsaga okkar Íslendinga. Myndbandinu var leikstýrt af hinum kanadíska Blair Alexander.

Umbra er hljómsveit sem rannsakar víddir þjóðlaga- og miðaldatónlistar með spuna, útsetningum og lagasmíðum. Hópurinn hefur skapað draumkenndan og tímalausan hljóðheim með dökkum undirtón sem hlýst af samspili raddspuna og hljóðfæraleiks.

Þann 1. maí næstkomandi mun hljómsveitin gefa út nýja plötu, Bjargrúnir, sem verður fjórða plata hljómsveitarinnar. Platan verður gefin út af Dimmu, Nordic Notes í Þýskalandi og dreift af Sony Music Iceland. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem er dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða.

Hlustaðu á Umbru á Spotify hér.

video

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.