Entertainment

Fannst þú smokk á bílnum þínum? Ólafur Jóhann „bjargar heiminum” með einum smokk í einuÓlafur Jóhann Steinsson er ungur maður með sterka réttlætiskennd. Svo sterka að hann leggur nú sitt af mörkum til þess að fólk sem kann ekki að leggja í bílastæði fjölgi sér ekki.

Ólafur Jóhann heldur úti TikTok-reikningnum @olafurjohann123 og birti þar í gær skemmtilegt myndband sem hefur hlotið mikla athygli en þegar þessar línur eru ritaðar hafa um sautján þúsund manns horft á það.

„Ég hef ákveðið að taka málin í mínar eigin hendur. Mig hefur alltaf dreymt um að vera stöðumælavörður, eða næstum því,“ segir hann í upphafi myndbandsins. Þá talar hann um vandamálið þegar fólk kann ekki að leggja bílnum sínum, en segist vera kominn með lausnina – í formi Durex-smokka. Við fylgjumst síðan með honum setja smokka undir rúðuþurrkurnar á bílum sem er illa eða beinlínis ólöglega lagt, og það er skýrt hvað hann vill ekki að ökumenn þessara bíla geri – „fjölgi sér ekki.“ Og þar ættu smokkarnir að koma að góðum notum! Þetta er framlag Ólafs Jóhanns til að „bjarga heiminum.“

Það er heldur ekki ókeypis að leggja ólöglega. Þeir sem leggja uppi á gangstétt geta átt von á tíu þúsund króna sekt og ófatlaðir sem leggja í bílastæði fyrir fatlað fólk geta fengið fyrir það 20 þúsund króna sekt. Síðan getur það hreinlega líka stofnað öðrum í hættu að leggja bíl þar sem hann á alls ekki að vera.
En hér er myndbandið hans Ólafs Jóhanns.

@olafurjohann123 björgum saman heiminum með durex , taggið vin sem vantar svona #sp ♬ you belong with me – sia

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close