Entertainment

Camila Cabello kvartar yfir „dónalegum“ stuðningsmönnum Liverpool og Real Madrid


Söngkonan Camila Cabello kallar stuðningsmenn knattspyrnuliðanna Liverpool og Real Madrid „dónalega“ eftir að þeir sungu yfir atriði hennar á laugardaginn.

Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu var á laugardaginn síðastliðinn. Liverpool og Real Madrid mættust í leikvanginum Stade De France í París. Söngkonan skemmti áhorfendum fyrir leikinn, atriðið var sex mínútur að lengd og söng hún meðal annars lögin „Senorita“, „Havana“ og „Bam Bam.“

Stuðningsmennirnir sem mættu á leikinn gerðu það ljóst að þeir væru þarna fyrir liðin og ekki hana, en þúsundir aðdáenda sungu liðsöngva á meðan atriðinu stóð.

„Ég er að horfa aftur á atriðið og ég á erfitt með að trúa því að fólk var að syngja liðsöngvana svo hátt á meðan atriðinu stóð. Ég meina, ég og teymið mitt unnum hörðum höndum að koma með rétta stuðið og vera með góða sýningu,“ skrifaði Camila á Twitter.

Fimm mínútum síðar birti hún aðra færslu: „Svo dónalegt en skiptir ekki. Ég er ánægð að þið elskuðuð þetta!!“

Söngkonan eyddi stuttu seinna báðum færslunum og hefur ekki tjáð sig nánar um málið en birti aðra færslu þar sem hún þakkaði fyrir sig.

Horfðu á atriðið hér að neðan.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.