Entertainment

Bráðfyndin fatamistök Katy Perry – Buxurnar rifnuðu á alversta staðSöngkonan Katy Perry varð fyrir þeirri miður skemmtilegri reynslu að buxur hennar rifnuðu á alversta stað, fyrir framan fullan sal af áhorfendum.

Katy er dómari í American Idol og tók óvænt lagið „Teenage Dream“ í þættinum í gærkvöldi.

Hún var klædd appelsínugulum leðurbuxum og beygði sig niður í miðju lagi og þá mátti heyra buxurnar rifna að aftan.

„Þær rifnuðu!“ Öskraði Luke Bryan, annar dómari þáttanna, og hló. Þátttakendur hlógu og bentu á söngkonuna sem virtist sjálf sjá húmorinn í þessu og hló með þeim.

„Get ég fengið límband?“ Spurði hún og fékk aðstoð við að líma buxurnar saman með skærgulu límbandi.

Sjá einnig: Frægustu fatamistök stjarnanna

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stjarnan lendir í óheppilegum aðstæðum. Árið 2018 rifnuðu einnig buxur hennar þegar hún var við tökur fyrir American Idol.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.