Entertainment

Blátt þema í drottningarlausri drottningarmessu í Windsor kastala


Sem hefð er fyrir kom breska konungsfjölskyldan saman í kapellu Sankti Georgs við Windsor kastala, þaðan sem fjölskyldan tekur nafn sitt, og þar sem Harry prins og Meghan Markle giftu sig fyrir rétt tæpum fjórum árum síðan.

Af myndum að dæma virðist blái liturinn hafa verið sterkt þema, sem sjá má á meðfylgjandi myndum.

mynd/Getty

Líkt og sjá má á myndunum vantaði þó eina manneskju sem alla jafna fer hvað mest fyrir þegar konungsfjölskyldan kemur saman: Sjálf drottningin var fjarri góðu gamni.

mynd/Getty

Elísabet bretadrottning sást síðast opinberlega í þakkagjörðahátíð sem haldin var til heiðurs minningar Filipusar drottningamanns í lok mars. Síðan þá hefur hún ýmist sleppt opinberum embættisathöfnum eða sinnt þeim í gegnum fjarfundabúnað. Í mars lét hún jafnframt þau orð falla opinberlega að hún væri þreytt eftir að hafa glímt við Covid. „Covid skilur mann eftir mjög þreyttan og úr sér genginn, er það ekki? Þessi hræðilegi faraldur,“ mun drottningin hafa sagt.

mynd/Getty

Drottningin hitti barnabarn sitt, Harry prins og Meghan Markle í nýliðinni viku í fyrsta sinn í tvö ár, en þau eru nú komin til Hollands í öðrum erindagjörðum. Faðir Harry og Wiliam, Karl bretaprins eyddi páskunum þá í Skotlandi með eiginkonu sinni Kamillu, líkt og hefð er fyrir.

mynd/Getty

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close