Entertainment

Ásakaði eiginmann sinn í beinni útsendingu – „Ég komst að því í gærkvöldi“Francine Lewis, sem varð fræg fyrir þáttöku sína í raunveruleikaþáttunum Britain’s Got Talent, ásakaði eiginmann sinn um að hafa haldið framhjá sér í beinni útsendingu. Lewis, sem er 47 ára gömul, var fenginn sem gestur í GB News til að ræða um það hvernig hún var svikin um 90 þúsund pund af aðilum sem gáfu sig út fyrir að vera hlutabréfaviðskiptafyrirtæki.

Joel Ryan, 43 ára gamall eiginmaður Lewis, hafði kynnt Lewis fyrir þessum aðilum sem sveiku hana. „Það var svo mikið af svindli í gangi allan þennan tíma, en vitiði hvað er kaldhæðnislegt? Ég stóð við hlið eiginmanns míns í gegnum þetta allt saman og ég komst að því í gærkvöldi að hann var að halda framhjá mér með kærustu besta vinar síns,“ sagði Lewis.

Lewis segir að hún vildi að hún hefði hætt með eiginmanni sínum áður en hann kynnti hana fyrir svikahröppunum sem svindluðu á henni. „Ég vildi óska þess að ég gæti farið til baka. Hann setti mig í þessar aðstæður og nú hefur hann líka sett mig í þessar aðstæður [framhjáhaldið] og ég er í molum.“

Þessi frásögn Lewis kom stjórnendum GB News á óvart en þeir spurðu hvort það væri í lagi með hana og sögðu að hún væri mjög sterk. „Ég mun verða það. Ég er ennþá aum og í sjokki en ég veit að ég kemst í gegnum þetta, ég verð að gera það, ég á tvö börn. Mér líður bara aftur eins og ég sé algjör hálfviti.“

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.