Entertainment

Áhrifavaldamóðir fékk það óþvegið vegna bikinímyndar með syninum – Svarar fyrir sigÁstralski fitness áhrifavaldurinn Sophie Guidolin svarar fyrir sig eftir að hafa sætt harðri gagnrýni fyrir mynd sem hún birti af sér og syni sínum.

Sonur hennar, Kai, var fimmtán ára á dögunum og birti hún nokkrar myndir í tilefni dagsins. Á einni þeirra er hún í bikiníi og heldur utan um son sinn.

Fjöldi netverja létu Sophie fá það óþvegið og sökuðu hana um óviðeigandi hegðun. Gagnrýnin var svo mikil að Sophie endaði með að svara fyrir sig í færslunni og benti á að þau eiga heima við ströndina í Ástralíu þar sem það er mjög eðlilegt að vera í bikiníi.

„Þegar Kai vaknaði [þennan morgunn] var ég í sundlauginni og já, í bikiníi (eins og ég er flesta daga) og vildi mynd með honum strax þar sem hann langaði að fara út að hjóla og hjóla allan daginn. Finnst mér það vandamál að vera í bikiníi fyrir framan syni mína? ALLS EKKI. Af hverju? Því hann kyngerir mig ekki og hefur aldrei gert! Ef þér finnst þetta vandamál þá ættir þú kannski að hugsa af hverju þú kyngerir líkama konu frekar en að sjá einfaldlega móður og son í sundi.“

Sophie svaraði þessu enn frekar í rúmlega fimm mínútna myndbandi með syni sínum.

„Ég vil ekki að synir mínir finni fyrir skömm þegar kemur að líkama þeirra og ég vil þá ekki heldur kyngera konur ef þær eru til dæmis í bikiníi,“ segir hún.

Hún bendir einnig á því að þetta sé nánast nákvæmlega sami fatnaður og hún klæðist þegar hún keppir í IFBB bikiní fitness.

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.