Entertainment

Ætlaði að taka upp hroturnar sínar – Skelfingu lostin þegar hún hlustaði á upptökurnarÞað eru til ýmis konar smáforrit sem gera þér kleift að taka upp hljóðin sem þú gefur frá þér í svefni. Margir nota þetta til að heyra hroturnar sínar eða jafnvel til að heyra hvað þeir hafa að segja þegar þeir tala upp úr svefni.

Hin bandaríska Rosa Chicas segir frá því á TikTok hvernig hún hlóð niður smáforriti til að heyra hroturnar sínar en heyrði einhvern segjast vilja drepa hana. Hún hélt að þetta væri draugur og setti upp myndavél, en það sem hún sá daginn eftir kom henni í opna skjöldu.

„Ég hlóð niður smáforritið til að heyra mig hrjóta en endaði með því að heyra einhverja rödd segjast vilja drepa mig og aðra ógeðslega hluti. Þannig ég hélt að þetta væri draugur og setti upp myndavél í svefnherberginu mínu. Þá komst í ljós að þetta var mamma kærasta míns sem var að koma inn til mín á næturnar og stóð yfir mér á meðan hún sagði þessa ljótu hluti,“ segir Rosa.

Það tók ekki langan tíma fyrir myndbandið að fara eins og eldur í sinu um netheima. Rosa hefur síðan þá birt fleiri myndbönd um málið.

Hún segir að tengdamóðir hennar hefði sagt ljóta hluti við hana á meðan hún svaf, eins og „þú ert svo ljót“ og „ég hata þig.“

„Og blótsyrði sem ég vil ekki segja […] bara virkilega særandi hluti,“ segir hún.

Rosa hélt fyrst að um draug væri að ræða. „Því tengdamóðir mín hefur alltaf verið svo indæl við mig, og er það enn þá í dag. Fyrst hún er svona vingjarnleg, af hverju ætti mig að gruna hana.“

En eftir að Rosa setti upp myndavél til að „góma drauginn“ þá komst hún að sannleikanum.

@rosiduh @rosiduh ♬ original sound – Rosa Chicas

„Ég hélt fyrst að hún væri kannski að leita að einhverju, en nei hún byrjaði að standa yfir mér,“ segir hún.

Rosa segir að tengdamóðir hennar býr hjá þeim núna, en hún er nýkomin úr fangelsi. Hún er ekki enn búin að ræða um þetta við hana og segir ástæðuna fyrir því vera að hún óttast að tengdamóðir hennar muni ekki leyfa henni að hitta yngri börnin sín, en Rosa og kærasti hennar hafa verið að hugsa um yngri systkini hans á meðan móðir þeirra var í fangelsi. Netverjar hvetja hana í að gera eitthvað í málinu og óttast um öryggi hennar.

@rosiduh @rosiduh ♬ original sound – Rosa Chicas

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.

close