Entertainment

Aðeins hærra – Nýtt lag með OrmumGruggrokksveitin Ormar var að gefa út nýtt lag, en það er annað lagið sem hljómsveitin sendir frá sér af væntanlegri EP plötu.

Lagið, sem var samið um miðjan febrúar 2021, heitir Aðeins hærra og er orkumikið rokklag sem sækir innblástur í tónlist tíunda áratugarins. Textinn fjallar hinsvegar um eitt umtalaðasta málefni líðandi stundar, en það eru mannréttindi með #metoo hreyfinguna að leiðarljósi.

Ormar segja að hugmyndin hafi kviknað eftir umræður á hljómsveitaræfingu. „Á þessum tíma var #metoo umræðan á allt öðrum stað heldur en í dag. Það var ekki búið að nafngreina þjóðþekkta einstaklinga til dæmis,“ segir Elvar.

Textinn við lagið byggir á frásögnum margra kvenna og upplifunum á daglegu lífi. „Þarna birtist manni veruleiki sem ég held að fáir karlmenn þekki,“ segir Hörður. „Eins og til dæmis að finna fyrir miklum ótta þegar þú ert einn á ferli. Ótta um að einhver muni ráðast á þig og beita þig kynferðislegu ofbeldi. Margar stelpur hafa talað um að þær séu tilbúnar með lyklana sína milli fingranna til að verja sig. Þetta er veruleiki sem er svo sannarlega ekki í boði.“

Ormar eru Elvar Bragi Kristjónsson (gítar og söngur), Hörður Þórhallsson (gítar og söngur) og Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (trommur).

Lagið má hlýða á í Spotify-spilaranum hér fyrir neðan

Source link

Leave a Reply

Your email address will not be published.